Einhver gárungi á að hafa sagt að mannskepnan hefði aldrei átt að rétta úr kútnum og byrja að ganga á afturlöppunum.
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal

Þórir S. Gröndal

Einhver gárungi á að hafa sagt að mannskepnan hefði aldrei átt að rétta úr kútnum og byrja að ganga á afturlöppunum heldur hefði hún átt að halda áfram að skokka á öllum fjórum. Ef hún hefði gert það hefði ýmislegt slæmt, sem hrjáir hinn upprétta mann, ekki verið að plaga mannkynið. Fyrst nefni ég bakverkina, sem hrella milljónir manna og gera þeim lífið leitt. Hafið þið nokkurn tíma heyrt um bakveikan hund? Allavega dregur slæmt bak fólk ekki til dauða. En það gerir næsti veikleiki hins teinrétta manns: Tapað jafnvægi og fallið eða byltan sem fylgir.

Óprúttinn aðili

Hér verð ég að skjóta inn gömlum brandara sem passar vel í kramið. Óla þótti gott í staupinu og datt hann nokkuð oft í það. Einu sinni sem endranær lenti hann á alvarlegu fylliríi með tveimur félögum sínum. Það var komin mið nótt, Óli

...