Leshópurinn Köttur úti í mýri á Grundarfirði lagði land undir fót á Degi íslenskrar tungu á laugardaginn og dreifði Bókatíðindum í öll hús í bænum og í nærliggjandi sveitum. „Við erum fimmtán konur í leshópnum og við höfðum heyrt að það ætti…
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Leshópurinn Köttur úti í mýri á Grundarfirði lagði land undir fót á Degi íslenskrar tungu á laugardaginn og dreifði Bókatíðindum í öll hús í bænum og í nærliggjandi sveitum.
„Við erum fimmtán konur í leshópnum og við höfðum heyrt að það ætti að senda Bókatíðindin til Grundarfjarðar og láta þau liggja frammi á einhverjum sölustöðum, sem okkur fannst ekki nógu gott,“ segir Lilja Magnúsdóttir á Grundarfirði.
„Við höfðum samband við Félag íslenskra bókaútgefenda og óskuðum eftir að fá að bera Bókatíðindin í hús hérna og þeir sendu okkur þau um hæl,“ segir Lilja hress, enda nýkomin heim eftir að hafa dreift tíðindunum í öll hús í bænum, sem tók aðeins lengri tíma en áætlað hafði verið því
...