Á miðnætti hófst verkfall við Menntaskólann í Reykjavík. Að öllu óbreyttu mun verkfallið standa yfir til 20. desember og nemendur munu ekki mæta aftur í skólann fyrr en eftir áramót vegna jólaleyfis
Birta Hannesdóttir
birta@mbl.is
Á miðnætti hófst verkfall við Menntaskólann í Reykjavík. Að öllu óbreyttu mun verkfallið standa yfir til 20. desember og nemendur munu ekki mæta aftur í skólann fyrr en eftir áramót vegna jólaleyfis. Nemendur munu því ekki taka jólapróf ef ekki tekst að semja fyrir 20. desember en prófin ættu að hefjast 2. desember.
Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir í samtali við Morgunblaðið að það geti verið varhugavert fyrir framhaldsskólanema að fara í verkfall. Hún óttast að einhverjir nemendur
...