Svanur Þorsteinsson frá Eystri-Vesturhúsum fæddist 2. október 1947. Hann lést á Hrafnistu Hafnarfirði 26. október 2024.

Foreldrar Svans voru Þorsteinn Ólafsson verkamaður, f. 24. júní 1896, d. 13. apríl 1967, og Gíslný Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 3. júlí 1911, d. 14. janúar 1993. Svanur ólst upp í Vestmannaeyjum hjá foreldrum og samheldnum systkinahópi, en hann var sá 13. í röðinni af 16 systkinum.

Svanur lauk gagnfræðaprófi árið 1963 og fór út sem skiptinemi í eitt ár til Wisconsin BNA árið 1964, þá 16 ára gamall. Svanur hóf nám í Loftskeytaskólanum Reykjavík 1965 og lauk loftskeytaprófi vorið 1967. Hann fór til Noregs haustið 1967 til siglinga hjá Wilhelmsen-skipafélaginu og sigldi hring í kringum jörðina á níu mánuðum. Árið 1969 hélt Svanur aftur út til siglinga með Smára bróður sínum og sigldi í sex mánuði um Norður-Evrópu, frá nyrsta

...