Góð kveðja barst frá Árna Bergmann sem segist hætta sér stundum í oflætiskasti inn á áhrifasvið Hávamála og lætur lítið dæmi fylgja: Deyr hundur. Deyr hestur. Sjálfur ferð þú sömu leið. Og orðstír deyr afar fljótt einkum í orrustum fenginn

Pétur Blöndal

P.blondal@gmail.com

Góð kveðja barst frá Árna Bergmann sem segist hætta sér stundum í oflætiskasti inn á áhrifasvið Hávamála og lætur lítið dæmi fylgja:

Deyr hundur.

Deyr hestur.

Sjálfur ferð þú sömu leið.

Og orðstír

deyr afar fljótt

einkum í orrustum fenginn.

Undantekningar eru

örfá skáld.

Nú andar suðrið sæla.

Minnisvarða

mér hef ég reist

sem endist lengur en eir.

Skúli Pálsson lumar á hagnýtum upplýsingum:

Haframjöl er haft

...