50 ára Þorgerður er Keflavíkurmær sem fluttist 19 ára til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist af málabraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja, tók hlé frá námi í tvö ár og vann hjá Ríkisféhirði en svo lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands. „Árin í Kennó voru frábær tími. Ég var í skemmtilegum bekk og það hentaði mér vel að vera í fjölbreyttu námi. Við byrjuðum kannski daginn á þroskasálfræði, fórum því næst í smíði og enduðum í íslensku.“

Fljótlega eftir útskrift lá leiðin til Óðinsvéa í Danmörku þar sem Þorgerður hóf nám í ensku við Syddansk Universitet. „Ég veit ekki alveg hvað ég var að spá að fara í enskunám í dönskum háskóla. Það var mjög sérstakt, enda ólíkar áskoranir sem Danir og Íslendingar standa frammi fyrir, t.d. þegar kemur að framburði, en ég minnist þessa tíma með hlýju þótt ég hafi gefist upp og skarti nú „university dropout“-titlinum

...