Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af yfirvofandi eggjaskorti á Íslandi vegna nýrrar reglugerðar sem skipar hænsnabændum að breyta hefðbundnu búreldi í lausagönguhús og þá einnig í ljósi brunans í hænsnabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd segir…
Geir Áslaugarson
geir@mbl.is
Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af yfirvofandi eggjaskorti á Íslandi vegna nýrrar reglugerðar sem skipar hænsnabændum að breyta hefðbundnu búreldi í lausagönguhús og þá einnig í ljósi brunans í hænsnabúi Nesbús við Voga á Vatnsleysuströnd segir Halldóra Kristín Hauksdóttir, formaður búgreinadeildar eggjabænda. „Auðvitað harmar maður það að þarna drepist fuglar en samkvæmt mínum upplýsingum eru þetta tæp 2% af varpstofninum hér á innlendum markaði,“ segir Halldóra.
...