Ómur barst yfir Austurvöll á laugardaginn þegar félagar úr Karlakór Reykjavíkur stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið og sungu þar nokkur lög. Áður höfðu söngfélagarnir verið lungann úr degi í Dómkirkjunni og æft þar fyrir aðventutónleika sína sem verða í Hallgrímskirkju dagana 7.-9. desember næstkomandi. Eðlilega dró söngurinn fólk að og vakti eftirtekt þess og gleði. Lögin Ísland eg vil syngja og Þú álfu vorrar yngsta land voru tekin af krafti og vel er við hæfi að syngja ættjarðarlög við Alþingishúsið. sbs@mbl.is