Hleðsluinnviðir fyrir rafknúna fólksbíla eru komnir á nokkuð góðan stað og er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast um allt landið á rafmagnsbíl. Hins vegar vantar innviði fyrir stærri rafknúin ökutæki og mikilvægt að byggja innviðina upp með…
Viðtal
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hleðsluinnviðir fyrir rafknúna fólksbíla eru komnir á nokkuð góðan stað og er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast um allt landið á rafmagnsbíl. Hins vegar vantar innviði fyrir stærri rafknúin ökutæki og mikilvægt að byggja innviðina upp með markvissum hætti ef orkuskipti atvinnubílaflotans eiga að geta orðið að veruleika.
Þetta segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, en í síðustu viku stóðu samtökin fyrir málstofu þar sem þessi mál voru tekin til umfjöllunar og leitað lausna.
„Í dag eru rafknúnir fólksbílar á Íslandi orðnir um 30.000 talsins, en uppbygging innviða fyrir þá hefur að mestu verið handahófskennd þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa verið að þreifa
...