Bjørn Lomborg
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í Bakú í Aserbaídsjan, er haldin í skugga kosningasigurs Donalds Trumps og eru margir lykilleiðtogar fjarverandi. Væntingar voru litlar fyrir ráðstefnuna en engu að síður verða þar haldnar magnþrungnar ræður um þörfina fyrir gríðarlegt flæði peninga frá ríkum löndum til þeirra fátækari. Slíkar kröfur um billjóna dala framlög voru óraunhæfar jafnvel fyrir sigur Trumps og munu örugglega ekki ná fram að ganga.
Helsta vandamálið er að auðug lönd – sem bera ábyrgð á þorra þeirrar losunar sem leiðir til loftslagsbreytinga – vilja draga úr losun en fátækari lönd vilja aðallega útrýma fátækt með vexti sem er enn að mestu háður jarðefnaeldsneyti. Til að fá fátækari lönd til að ganga gegn eigin hagsmunum fóru Vesturlönd að bjóða upp á peningagjafir fyrir tveimur
...