Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn tók kipp eftir að ljóst varð að Donald Trump hefði sigrað í forsetakosningunum vestanhafs. Á sama tíma hefur verð hlutabréfa í Evrópu verið á niðurleið m.a. vegna ótta fjárfesta við að tollastríð kunni að vera í uppsiglingu.
Það sem af er þessu ári hefur S&P 500-vísitalan hækkað um 25% en Stoxx Europe 600-vísitalan hefur styrkst um aðeins 5% en verið á niðurleið ef tekið er með í reikninginn hve mikið evran hefur veikst gagnvart bandaríkjadal. Segir FT að aldrei hafi verið meiri munur á frammistöðu vísitalnanna tveggja og það þrátt fyrir að S&P 500 hafi gefið ögn eftir í lok síðustu viku.
Líkt og Morgunblaðið hefur fjallað um notaði Trump kosningabaráttu sína til að viðra þá hugmynd að leggja 60% toll á kínverskar vörur og 10 til 20% toll á innflutning frá öllum öðrum löndum. Fyrir
...