Há grunnvatnsstaða vegna rigninga og mikillar úrkomu í lok ágúst er talin orsök aurflóðsins sem féll úr hlíðum Húsavíkurfjalls niður í Skálabrekku 23. ágúst. Þrjú hús voru rýmd í Skálabrekku kvöldið 23
Baksvið
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Há grunnvatnsstaða vegna rigninga og mikillar úrkomu í lok ágúst er talin orsök aurflóðsins sem féll úr hlíðum Húsavíkurfjalls niður í Skálabrekku 23. ágúst. Þrjú hús voru rýmd í Skálabrekku kvöldið 23. ágúst þegar uppgötvaðist að vatn var tekið að flæða inn í eitt hús við götuna.
Í skýrslu sem Jón Kristinn Helgason, fagstjóri á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands, vann segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast þessa daga en ekki sé útilokað að þær skapist aftur í miklum úrkomuveðrum.
„Líklega hefur há grunnvatnsstaða samfara mikilli úrkomu orðið þess valdandi að mikið vatn hefur runnið á
...