Hross Hver nartar í annan eftir kosningar.
Hross Hver nartar í annan eftir kosningar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Þessar vikurnar eru allir draumar og þrár stjórnmálamanna upp á kosningar og upp úr þeim völd og áhrif. Flokkarnir vilja auðvitað ota sínu og eignast sem flesta ráðherra.

Hins vegar er furðu hljótt um áformin eftir kosningar. Stefna einhverjir leynt og ljóst að fjölflokkastjórn þar sem hver flokkur fengi aðeins tvo ráðherra þegar komin er fram sú ósk frá þjóðinni að tólf ráðherrar séu bruðl, sérstaklega eftir skefjalausa fjölgun aðstoðarmanna síðasta áratuginn.

Maður hefði haldið að tveggja flokka stjórnir væru taldar heppilegastar í lýðræðisríkjum, að ekki sé talað um lönd sem geta veitt sér þann munað að einn flokkur ráði í einu og beri þannig ábyrgð á stefnunni.

Það virðist sem sagt tískan í dag að ganga óbundinn til kosninga og ætla svo að semja sig inn í stjórn þó að stefnurnar

...