Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði með vinstristjórn

Skoðanakannanir sýna að margir eru óráðnir um hvað þeir geri í kjörklefanum og varla að undra, því hin stóru kosningamál hafa ekki enn teiknast upp.

Jafnvel hin augljósu og brýnu verkefni á borð við verðbólgu og húsnæðismál, grunnskóla og útlendingamál hafa ekki náð máli nema sem viðfangsefni, minna hefur farið fyrir umræðu um mismunandi lausnir framboðanna á þeim.

Af niðurstöðum kannana má greina þrennt helst.

Í fyrsta lagi má skipta flokkunum í A- og B-deild, þar sem fimm flokkar eru með 10-20% og fimm aðrir með 1-6%. Fátt virðist koma í veg fyrir að Píratar og Vinstri-grænir falli af þingi, Sósíalistar eiga von, en jafnvel þótt Framsóknarflokkur hangi inni bendir flest til þess að hann týni flokksforystunni.

Í öðru lagi

...