Bryndís Halla Gylfadóttir fæddist 19. nóvember 1964 í borginni Ann Arbor í Michigan-ríki, Bandaríkjunum. „Ég ólst að mestu upp í Vesturbænum og Garðabæ fram að unglingsárunum en þá flutti fjölskyldan til Kanada, nánar tiltekið Halifax, Nova…
Fjölskyldan Stödd Í dýragarði í París árið 2011, en Bryndís Halla tók myndina.
Fjölskyldan Stödd Í dýragarði í París árið 2011, en Bryndís Halla tók myndina.

Bryndís Halla Gylfadóttir fæddist 19. nóvember 1964 í borginni Ann Arbor í Michigan-ríki, Bandaríkjunum.

„Ég ólst að mestu upp í Vesturbænum og Garðabæ fram að unglingsárunum en þá flutti fjölskyldan til Kanada, nánar tiltekið Halifax, Nova Scotia, þar sem ég bjó í samtals fimm ár.“

Bryndís Halla gekk í menntaskóla í Kanada og var eitt ár í Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég lauk ekki stúdentsprófi þar sem tónlistin átti hug minn allan. Bæði mamma og pabbi höfðu mikinn áhuga á klassískri tónlist. Maður kynntist því þessari tónlist mjög ungur og við systkinin lærðum öll á hljóðfæri.“

Bryndís stundaði tónlistarnám frá sex ára aldri, fyrst við Barnamúsíkskólann, því næst við Tónlistarskóla Kópavogs, síðar í Kanada, svo við Tónlistarskólann í Reykjavík, þaðan sem hún

...