Stefán Teitur Þórðarson varð fyrir miður skemmtilegri reynslu í sigri Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Erlingur Sigtryggsson gat ekki orða bundist: Þeim farnaðist illa að flestu leyti, fengu á sig mörk og þoldu tap, en náðu þó hreðjataki á Teiti með talsverðri fólsku og klækiskap
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Stefán Teitur Þórðarson varð fyrir miður skemmtilegri reynslu í sigri Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Erlingur Sigtryggsson gat ekki orða bundist:
Þeim farnaðist illa að flestu leyti,
fengu á sig mörk og þoldu tap,
en náðu þó hreðjataki á Teiti
með talsverðri fólsku og klækiskap.
Séra Hjálmar Jónsson yrkir að gefnu tilefni:
Bloggarinn í miklum móð
mætar konur lastar.
Seinna kemur syndlaus þjóð
og sínum steinum kastar.
Þórarinn Eldjárn kastaði fram erindi úr Dótarímum á degi
...