Saman munum við koma á friði í Evrópu og ryðja brautina til sjálfbærrar framtíðar án hættu á meiri háttar styrjöldum og átökum.
Olga Dibrova
Olga Dibrova

Olga Dibrova

Pólitísk ókyrrð ársins 2024 og tregða samstarfsþjóða til að veita Úkraínu varnaraðstoð hefur gefið Rússum tækifæri til að auka glundroða um heim allan. Norður-Kórea, Íran og aðrir leppir Rússa eru í óðaönn að endurmóta alþjóðakerfið til að koma á langtíma glundroða og ófyrirsjáanleika fyrir alla heimsbyggðina. Það er löngu tímabært að setja sigur Úkraínu fram sem eina leiðina til friðar sem byggist á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og marghliða samvinnu.

Dagurinn í dag, 19. nóvember 2024, er grafalvarlegur áfangi – þúsundasti dagurinn af hrottalegu og skefjalausu ofbeldi. Rússar halda áfram að beita grímulaust öllum tiltækum leiðum til fjöldamorða til að brjóta niður viðnám Úkraínu og sýna fram á að stuðningur við Úkraínu sé tilgangslaus fjárfesting. Augljóst þjóðarmorð á sér stað. Undanfarna mánuði hafa árásirnar verið hertar

...