Kristinn Sv. Helgason
Útgjöld ríkissjóðs á tímabilinu 1980 til 2023 hafa vaxið mun hraðar en verg landsframleiðsla á mann. Á árunum 2015 til 2023 jukust heildarútgjöld ríkissjóðs um 52 prósent að raunvirði sem líklega er Evrópumet. Útgjöld hafa vaxið vel umfram verðlagsþróun á nánast öllum málefnasviðum ríkissjóðs á síðasta áratug sem kann að skýrast að hluta af miklum fólksflutningum til landsins. Rífleg hækkun á framlagi ríkissjóðs til aðalskrifstofa ráðuneyta og einstakra stofnana sem í sumum tilfellum hefur verið 40 til 80 prósent að raunvirði á tímabilinu 2015 til 2025 (sjá fjárlagafrumvarp) bendir einnig til allverulegrar gullhúðunar stjórnsýslunnar. Það má því draga þá ályktun af þróun ríkisútgjalda að eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu á þessu sviði sé óverulegt.
Hlutverk Alþingis er ekki einungis að veita
...