Stefán Gunnarsson
Stefán Gunnarsson

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds stendur á tímamótum. Eftir mikla þróunarvinnu á leiknum Starborne: Frontiers er komið að því að skala markaðssetningu á leiknum upp enn frekar. Til þess að svo megi verða hyggst félagið sækja sér 700-800 milljónir íslenskra króna til að fjármagna vöxtinn. Félagið fundar um þessar mundir með fagfjárfestum vegna fjármögnunar og það liggur fyrir að lykilstjórnendur og stjórn félagsins munu taka þátt í henni.

Blaðamaður ViðskiptaMoggans settist af þessu tilefni niður með þeim Eggerti Árna Gíslasyni stjórnarformanni og Stefáni Gunnarssyni, forstjóra Solid Clouds.

„Á miðju ári 2021 lögðum við upp í þá vegferð að framleiða Starborne: Frontiers. Við erum núna komnir á þann stað að við erum farnir úr þróunarfasa og byrjaðir að skala vöruna upp. Núna búum við yfir gögnum sem sýna að dæmið lítur afar

...