Í Cardiff
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þurfti að sætta sig við stórt tap gegn Wales þegar liðin mættust í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í Cardiff í Wales í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri Wales, 4:1, en íslenska liðið byrjaði leikinn betur og Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir strax á 7. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla Orra Steins Óskarssonar.
Á 25. mínútu fór Orri Steinn meiddur af velli og við það riðlaðist leikur íslenska liðsins mikið. Liam Cullen jafnaði metin fyrir Wales á 32. mínútu með hnitmiðuðum skalla úr teignum og Cullen var aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann kom Wales yfir, 2:1. Íslenska liðið átti þá misheppnaða sendingu á miðsvæðinu, velska liðið geystist fram völlinn
...