Sindri Freysson skrifaði handrit útvarpsþáttanna Fanga Breta – Bakvið rimlana og sjónvarpsþáttanna Fanga Breta og nú hefur hann sent frá sér bókina Fanga Breta með ítarlegri heimildaskrá
Höfundur Sindri Freysson hefur sent frá sér bók um íslenska fanga Breta.
Höfundur Sindri Freysson hefur sent frá sér bók um íslenska fanga Breta.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Sindri Freysson skrifaði handrit útvarpsþáttanna Fanga Breta – Bakvið rimlana og sjónvarpsþáttanna Fanga Breta og nú hefur hann sent frá sér bókina Fanga Breta með ítarlegri heimildaskrá. Bókin er merkileg saga um 47 Íslendinga sem voru teknir til fanga og fluttir til Bretlands á stríðsárunum í seinni heimsstyrjöldinni 1940-1945. „Þetta er fyrsta sagnfræðiverk mitt og ég vildi skrifa skýra og skilmerkilega, skemmtilega og spennandi bók sem væri auðveld aflestrar fyrir alla,“ segir hann.

Áhugi Sindra á sögu Íslendinga, sem voru fangelsaðir í seinni heimsstyrjöldinni, vaknaði við heimildavinnu sem hófst fyrir um 25 árum, þegar hann vann að sögulegu skáldsögunum Flóttanum, sem kom út 2004, og Dóttur mæðra

...