Gyða Valtýsdóttir heldur tónleika í Norðurljósum Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Þar spilar hún efni af báðum Epicycle-plötum sínum. „Eru þetta tónverk sem spanna frá 200 f. Kr. til nútímans. Með henni á sviðinu verður einstakur hópur tónlistarfólks, þar á meðal Skúli Sverrisson, Kjartan Sveinsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Úlfur Hansson, Frank Aarnink, Júlía Mogensen, Ólafur Björn Ólafsson, Rakel Sigurðardóttir og kórinn Kliður. Um er að ræða einstaka kvöldstund sem enginn tónlistarunnandi ætti að missa af,“ segir í viðburðarkynningu. Miðar fást á tix.is og harpa.is.