” Það er kjörið tækifæri fyrir þau sem hljóta kjör til Alþingis í komandi kosningum að draga lærdóm af síðastliðnu kjörtímabili og láta ekki háværa minnihluta drepa góð mál.
Efnahagsmál
María Guðjónsdóttir
Lögfræðingur Viðskiptaráðs
Viðskiptaráð birti í síðustu viku kosningaáttavita sem varpar ljósi á stefnu stjórnmálaflokkanna út frá efnahagslegu frelsi og skýrleika stefnu. Áttavitinn er byggður á 60 fullyrðingum sem öll framboð sem bjóða fram á landsvísu, að Sósíalistum undanskildum, tóku afstöðu til. Eðli máls samkvæmt er afstaða flokkanna til efnahagsmála misjöfn en þó gefur áttavitinn tilefni til bjartsýni varðandi nokkur þjóðþrifamál sem mikill meirihluti er fylgjandi. Ef fram heldur sem horfir ætti að vera auðvelt fyrir nýja ríkisstjórn að koma þeim á dagskrá.
Þegar kemur að sköttum og ríkiseignum eru flestir flokkar fylgjandi lækkun tryggingagjalds og jöfnun þrepa virðisaukaskatts en um leið andvígir
...