Kosningalíkanið Metill.is gerir ráð fyrir því að þrír stjórnmálaflokkar bítist um flest atkvæðin þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu í lok mánaðar. Líkanið, sem smíðað er af tölfræðingnum Brynjólfi Gauta Guðrúnar Jónssyni og samstarfsmönnum hans, …

Kosningalíkanið Metill.is gerir ráð fyrir því að þrír stjórnmálaflokkar bítist um flest atkvæðin þegar Íslendingar ganga að kjörborðinu í lok mánaðar. Líkanið, sem smíðað er af tölfræðingnum Brynjólfi Gauta Guðrúnar Jónssyni og samstarfsmönnum hans, byggir mat sitt á skoðanakönnunum, fyrri úrslitum alþingiskosninga og öðrum breytum á borð við hagvöxt og verðbólgu sex mánuði aftur í tímann.

Samkvæmt líkaninu, sem fjallað er um í nýjasta þætti Spursmála, eru það Samfylking, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur sem eru líklegust til að standa uppi sem sigurvegari kosninganna. Háspá gerir ráð fyrir að Samfylking geti endað með 23%, Viðreisn 22% og Sjálfstæðisflokkur 21%. Lágspáin 13% hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu en 12% hjá Viðreisn. Miðgildi líkansins gefur upp 17% á fyrrnefndu flokkana tvo en 16% á Viðreisn. Nýtt spálíkan verður kynnt á föstudag.