Jón segir að fjárfestar erlendis horfi meira og meira á hugbúnað Klappa.
Jón segir að fjárfestar erlendis horfi meira og meira á hugbúnað Klappa. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir grænar lausnir skoðar tvíhliða skráningu í einu af hinum norrænu landanna en félagið er skráð á Nasdaq First North-hlutabréfamarkaðinn hér á Íslandi.

„Slík skráning myndi staðsetja okkur betur í Evrópu og hjálpa okkur að nálgast markaði utan Evrópu. Slík skráning er einnig hugsuð fyrir fjárfesta, þar sem hlutabréf Klappa væru á stærri markaði,“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri félagsins.

Jón segir aðspurður að þar sem félagið sé skráð á Nasdaq First North hér á landi verði ekki mjög dýrt fyrir það að skrá sig samhliða í annarri Nasdaq-kauphöll, t.d. í Danmörku eða Svíþjóð. „Með því að skrá okkur t.d. í Danmörku fáum við dýpri markað. Það tengist líka dótturfélagi okkar þar í landi, Klöppum Nordic. Með tvíhliða skráningu reiknum við með að við munum ná betur til markaðarins og vonandi verður

...