Bandaríkin hafa lengi þolað að kjósa nýjan forseta á fyrstu dögum nóvember hvert ár og láta svo nægja að sá taki við hinu mikla embætti tíu vikum síðar eða svo. Nú virðist staðan vera sú, að tveir forsetar séu við völd í einu þar, Joe Biden og Donald Trump, og lítið samráð á milli þeirra.

Reglurnar segja að Biden sé enn forsetinn, og hafi einn allar heimildir sem embættinu fylgja. En ekkert bannar honum að eiga náið samstarf við forsetann, sem nýkosinn var og það með miklum yfirburðum. Enn hefur Biden náið samstarf við varaforseta sinn, sem þjóðin hafnaði í kosningum og það mjög afgerandi. Það hlýtur að vera óvarkárni af stærri gerðinni, af forseta á útleið, að hafa ekki neitt samráð við nýkjörinn forseta, sem vann núverandi varaforseta með miklum yfirburðum.

Vestra hafa menn til þessa verið samdóma um að synja stjórnvöldum í Úkraínu

...