Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vill fá svör frá öðrum flokkum fyrst um það hvort þeir treysti ekki þjóðinni til þess að greiða atkvæði um hvort halda skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða ekki, áður en hún svarar…
Spurt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er gestur Spursmála.
Spurt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er gestur Spursmála. — Morgunblaðið/Kristófer Liljar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vill fá svör frá öðrum flokkum fyrst um það hvort þeir treysti ekki þjóðinni til þess að greiða atkvæði um hvort halda skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða ekki, áður en hún svarar því hvort hún geri slíka atkvæðagreiðslu að skilyrði fyrir þátttöku Viðreisnar í næstu ríkisstjórn.

„Ég skal svara því þegar ég heyri aðra flokka, ekki síst gamla fjórflokkinn, segja nei, við treystum ekki þjóðinni. Ég vil fá spurninguna fyrst til þeirra: treystið þið þjóðinni til að taka næsta skref og þá skal ég svara spurningunni.“

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hana í Spursmálum þar sem gengið er á hana um svör við þessari spurningu.

Í þættinum er hún einnig afdráttarlaus um að hún muni ekki samþykkja aðgerðir

...