Verðbólga er á niðurleið og væntingar eru um að vaxtalækkunarferli sé hafið. Það er hins vegar hætta á því að þessum árangri verði ógnað með hærri sköttum, auknum ríkisútgjöldum og aðildarviðræðum við Evrópusambandið, allt að óþörfu
Hermann Nökkvi Gunnarsson
hng@mbl.is
Verðbólga er á niðurleið og væntingar eru um að vaxtalækkunarferli sé hafið. Það er hins vegar hætta á því að þessum árangri verði ógnað með hærri sköttum, auknum ríkisútgjöldum og aðildarviðræðum við Evrópusambandið, allt að óþörfu.
Þetta segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið.
Fjárlög voru samþykkt í fyrradag og Bjarni segir að þau muni stuðla að áframhaldandi lækkun verðbólgu, en hann segir aðhald hafa verið í ríkisfjármálunum frá 2022 sem birtist í því að ríkið hafi tekið minna til sín í þjóðarbúskapnum frá þeim tíma.
„Það er mjög ánægjulegt að sjá markaðsaðila spá því núna að verðbólgan verði komin innan vikmarka eftir einungis nokkra
...