Það væri undarlegt að hugsa sér borg og byggðir í landinu ef engar væru kirkjurnar. Kirkjurnar okkar eru fallegur vitnisburður um gott samfélag.
Grétar Halldór Gunnarsson
„Það segir mikið um samfélag hvaða byggingar þess eru hæstar og eftirtektarverðastar,“ sagði heimsþekkti rithöfundurinn og fræðimaðurinn Joseph Campbell.
Þú getur spurt þig þeirrar spurningar þegar þú heimsækir nýjan stað, eða nýja borg: Hvaða byggingar eru hæstar og tilkomumestar í þessu samfélagi? Ef þú hefur svarið við þeirri spurningu þá skilur þú betur hvað það er sem skiptir það samfélag mestu. Í hinum gömlu miðaldaborgum Evrópu finnum við tilkomumiklar dómkirkjur í miðborgunum. En þegar við ferðumst til New York borgar eru byggingar stórfyrirtækja og viðskipta tilkomumestar.
En hvernig skyldi því vera farið á Íslandi? Hvað skyldu gestir sjá þegar þeir koma hingað í heimsókn?