„Ég skil ekki af hverju hér má ekki nýta tæknina í stað þess að flækja málin,“ segir Bárður Guðmundarson frá Selfossi. Þau Bárður og Hallbera Stella Leifsdóttir kona hans hafa vetursetu í Portimao nærri Algarve í Portúgal og voru í gær á …
Bárður Guðmundarson
Bárður Guðmundarson

„Ég skil ekki af hverju hér má ekki nýta tæknina í stað þess að flækja málin,“ segir Bárður Guðmundarson frá Selfossi. Þau Bárður og Hallbera Stella Leifsdóttir kona hans hafa vetursetu í Portimao nærri Algarve í Portúgal og voru í gær á leið til Sevilla á Spáni hvar þau hugðust kjósa á skrifstofu aðalræðismanns Íslands þar í borg. Álíka langt er frá Portimao til Sevilla og til Lissabon höfuðborgar Portúgal þar sem einnig er ræðismannsskrifstofa. Um þriggja stunda akstur er í báðum tilvikum, en þar sem spænska borgin lá beinna við fóru Bárður og Stella þangað.

„Í dag getur fólk gengið frá flestum sínum málum gagnvart hinu opinbera á island.is. Alls öryggis er gætt með stafrænum skilríkjum og því er fyrirstaðan við að kjósa yfir netið óskiljanleg,“ segir Bárður. „Og næst er að koma kjörseðlum heim. Við vitum af Íslendingum sem eru nærri okkur í Portimao sem eru

...