Karl­maður hef­ur verið dæmd­ur í eins mánaðar skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða öðrum manni 400 þúsund krón­ur fyr­ir að hafa kýlt hann á skemmti­staðnum Ca­talínu í Hamra­borg í Kópa­vogi í des­em­ber árið 2022.

Í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur er at­vik­um í mál­inu lýst. Þar kem­ur fram að lög­regla hafi verið kölluð á staðinn vegna slags­mála. Kom í ljós að gest­ur á staðnum hafði kýlt ann­an gest sem rotaðist við höggið og féll í gólfið. Hlaut hann m.a. nef­brot og höfuðverk.

Í skýrslu­tök­um lýsti eig­andi Ca­talínu, sem hafði horft á upp­töku af at­vik­um, því að sá sem fyr­ir árás­inni varð hafi verið með ögr­andi til­b­urði gagn­vart konu árás­ar­manns­ins og viðbrögðin þau að eig­inmaður­inn hafi kýlt hann. Þrátt fyr­ir ósk­ir lög­reglu um mynd­efni úr eft­ir­lit­s­kerfinu skilaði það sér ekki og sagði eig­and­inn að hann hefði ekki náð að vista upp­tök­una í tæka tíð.