Valur gerði jafntefli við stórlið Vardar frá Skopje, 34:34, í æsispennandi leik í 5. umferð F-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik á Hlíðarenda í gærkvöldi. Vardar jafnaði með flautumarki úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út
Drjúgur Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði FH með sex mörk í tapi liðsins fyrir Gummersbach í Þýskalandi í gærkvöldi.
Drjúgur Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði FH með sex mörk í tapi liðsins fyrir Gummersbach í Þýskalandi í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert

Evrópudeildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Valur gerði jafntefli við stórlið Vardar frá Skopje, 34:34, í æsispennandi leik í 5. umferð F-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik á Hlíðarenda í gærkvöldi. Vardar jafnaði með flautumarki úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út.

Jafnteflið þýðir að Valur er áfram á botni riðilsins en nú með tvö stig og Vardar er sæti ofar með þrjú. Bæði lið eru úr leik og eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Vardar stendur ekki nógu vel að vígi gegn Porto í innbyrðis viðureignum.

Valur var með forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Mestur varð munurinn fimm mörk í stöðunni 14:9. Þá tók Vardar hins vegar leikhlé og minnkaði muninn niður í eitt

...