Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
Enski rithöfundurinn og leikarinn David Walliams er væntanlegur til Íslands en hann kemur fram í Hörpu sunnudaginn 24. nóvember klukkan 14 í tilefni af Iceland Noir. Er þetta í annað sinn sem Walliams sækir hátíðina heim en hann var hér fyrir tveimur árum. Fyrir utan þær fjölmörgu barnabækur sem hann hefur skrifað og seldar hafa verið í mörgum milljónum eintaka um allan heim er hann þekktastur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Little Britain og sem einn af dómurunum í Britain’s Got Talent. Þá hafa flestar bækur hans verið þýddar á íslensku og því er hann íslenskum ungmennum vel kunnur.
„Ég myndi glaður búa á Íslandi. Þetta er einn magnaðasti staður sem ég hef heimsótt. Ég get ekki beðið eftir að koma aftur. Fólkið,
...