Breski olíuframleiðandinn British Petroleum (BP) hóf fyrir fimm árum metnaðarfulla tilraun til að breyta rekstri sínum úr því sem kalla má hefðbundið olíufyrirtæki í félag sem einbeitir sér að endurnýjanlegri orku.
Fram kemur á Reuters-fréttaveitunni að BP reyni nú að snúa aftur og eingöngu að framleiðslu á olíu og gasi til að endurvekja áhuga fjárfesta.
Stefnubreyting BP endurspeglist af hækkandi orkuverði vegna Úkraínustríðsins og lakari afkomu í rekstri vindorkuvera á hafi vegna hækkandi rekstrarkostnaðar og tæknilegra vandamála.