„Þetta var vondur dagur en svona er fótboltinn stundum,“ sagði Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn gegn Wales.
„Við byrjum frábærlega en svo gerðum við okkur seka um bæði slæm og barnaleg mistök. Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn vel og við settum góða pressu á þá. Við fengum fullt af færum sem okkur tókst ekki að nýta og í þessum alþjóðafótbolta þá verður þú að nýta færin þín, svo einfalt er það. Við þurftum að gera mikið af breytingum í leiknum líka vegna meiðsla og við það riðlaðist leikur liðsins mikið. Þegar allt kemur til alls þá nýttum við ekki færin okkar og okkur var refsað grimmilega,“ sagði Hareide.
„Við gefum þeim mjög klaufaleg mörk og það hefur verið saga okkar í
...