ViðskiptaMogginn hefur fjallað um málefni Controlant síðustu vikur. Forsíðuviðtal var við framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs, Ólaf Sigurðsson, þar sem haft var eftir honum að það væri rangt að yfirvofandi væri að skipt yrði um stjórnendur og millistjórnendur í félaginu eftir fjármögnunarlotu sem lauk nýverið. Hann vísaði í bjarta framtíð fyrirtækisins.
Félagið lauk 25 milljóna dala fjármögnun á dögunum og gekk frá 10 milljóna dala lánalínu frá Arion banka. Ástæðan fyrir lánalínunni er, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans, minni áhugi fjárfesta en búist var við.
Á mánudag tilkynnti félagið, að líkindum Birtu lífeyrissjóði nokkuð að óvörum, að enn frekari skipulagsbreytingar yrðu gerðar. Nýr forstjóri er settur til hliðar við Gísla Herjólfsson, Trausti Þórmundsson, og kemur hann úr stjórn félagsins. Trausti er meðstofnandi Controlant en sér nauðsyn þess að stíga nú inn
...