Japanski höfundurinn Shuntaro Tanikawa er látinn, 92 ára að aldri. Í frétt The Guardian kemur fram að hann hafi þótt brautryðjandi í nútímaljóðagerð í Japan. Eftir hann liggur mikill fjöldi bóka sem hafa selst afar vel í heimalandinu
Shuntaro Tanikawa
Shuntaro Tanikawa

Japanski höfundurinn Shuntaro Tanikawa er látinn, 92 ára að aldri. Í frétt The Guardian kemur fram að hann hafi þótt brautryðjandi í nútímaljóðagerð í Japan. Eftir hann liggur mikill fjöldi bóka sem hafa selst afar vel í heimalandinu.

Tanikawa vakti mikla athygli bókmenntaheimsins árið 1952 með frumraun sinni, sem á ensku nefnist Two Billion Light Years of Solitude. Þegar hann var yngri sagðist Tanikawa hafa litið svo á að ljóðin kæmu sem innblástur af himni ofan, en eftir því sem hann eltist fannst honum ljóðin spretta upp úr jörðinni. „Fyrir mér er japanska tungumálið jarðvegurinn. Eins og planta skýt ég rótum mínum í svörðinn, drekk í mig næringu japanska tungumálsins, fæ lauf til að vaxa, blóm og ber ávöxt,“ sagði Tanikawa í viðtali við Associated Press árið 2022. Aðspurður sagðist hann ekki kvíða dauðanum, heldur fremur vera forvitinn um það sem biði eftir jarðvistina. Sagðist hann helst vilja fara snöggt

...