Útvarpið á sér nærri aldargamla sögu hér á landi en ekki eru svo mörg ár síðan opnað var fyrir símann og hlustendur fengu orðið. Án þess að ljósvaki hafi gert vísindalega rannsókn má ætla að fyrsti þáttur í þessu formi hafi verið Þjóðarsálin á Rás 2 fyrir um 40 árum
Útvarp Hlustendur hafa orðið á ljósvakanum.
Útvarp Hlustendur hafa orðið á ljósvakanum. — Morgunblaðið/Ernir

Björn Jóhann Björnsson

Útvarpið á sér nærri aldargamla sögu hér á landi en ekki eru svo mörg ár síðan opnað var fyrir símann og hlustendur fengu orðið. Án þess að ljósvaki hafi gert vísindalega rannsókn má ætla að fyrsti þáttur í þessu formi hafi verið Þjóðarsálin á Rás 2 fyrir um 40 árum.

Nú er engin útvarpsstöð starfandi nema að opna reglulega fyrir símann, svo hlustendur nái að létta á sér um málefni líðandi stundar. Útgáfan er misgóð eins og símtölin eru mörg, ýmsir hafa margt gott til málanna að leggja á meðan aðrir steypa einhverja þvælu. Það fer líka eftir þáttarstjórnanda hvernig til tekst með þessa dagskrárliði.

Skemmtilegast er að hlusta á þetta fólk um helgar, þegar samtölin snúast meira um daginn og veginn, hvað fólk er að dunda sér við eða hvaða lag það vill á fóninn, ekkert pólitískt argaþras eða þvaður.

Nokkrir hlustendur eru orðnir fastagestir og hafa

...