Við sjáum ýmis tækifæri til að byggja enn frekar upp okkar starfsemi
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. — Morgunblaðið/Eggert

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, hefur verið í lykilhlutverki við umbreytingu og þróun bankans undanfarin ár.

Í viðtali við ViðskiptaMoggann fór hann yfir sögu sína í fjármálageiranum, reynslu sína af bankahruninu og þau tækifæri sem hann sér fyrir framtíð Kviku og íslensks fjármálamarkaðar.

Ferill Ármanns spannar áratugi í fjármálageiranum. Hann útskrifaðist með BA í sagnfræði og MBA frá Boston University áður en hann hóf störf hjá Kaupþingi árið 1994. Ármann lýsir því hvernig hann, sem ungur forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London, tók þátt í uppbyggingu alþjóðlegrar starfsemi Kaupþings. „Ég var 34 ára þegar ég tók við sem forstjóri. Það var gríðarlega krefjandi en

...