„Það sem er að gerast í álfunni okkar núna eru hlutir sem eiga sér ekkert fordæmi á lýðveldistímanum. Því fylgir gríðarleg ábyrgð hjá stjórnvöldum að tala um það við almenning og vinna út frá því,“ segir Þórdís Kolbrún R

Viðar Guðjónsson

Skúli Halldórsson

„Það sem er að gerast í álfunni okkar núna eru hlutir sem eiga sér ekkert fordæmi á lýðveldistímanum. Því fylgir gríðarleg ábyrgð hjá stjórnvöldum að tala um það við almenning og vinna út frá því,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Kveður hún mikilvægt að næsta ríkisstjórn vinni staðfastlega að varnarmálum áfram eins og gert hafi verið á Íslandi, ekki síst í ljósi þróunar mála í nágrannalöndum, vaxandi spennu í Úkraínu og aukinnar tortryggni í garð Rússlands.

„Þegar við lítum í kringum okkur til Norðurlandanna blasir við okkur staða sem við sem samfélag verðum að fara að átta okkur á hver raunverulega er,“ segir hún og vísar til fregna af líklegum skemmdarverkum á sæstrengjum í Eystrasalti. Reynist það rétt eru allar líkur á að Rússar beri ábyrgð að sögn stjórnmálaskýrenda.

Að sögn Þórdísar hefur

...