En með hliðsjón af þróun langtímavaxta bendir hins vegar ekkert til að krónan sé sérstakur áhrifavaldur hærra vaxtastigs á Íslandi – þvert á móti …

Efnahagsmál

Agnar Tómas Möller

Fjárfestir

Umræða um vaxtastig á Íslandi er svipuð og um íslenska veðrið – flestir hafa skoðun á því og fáum líkar við það. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 9,0%, hæstu stýrivextir frá árslokum 2009, sem með verðbólgu í 5% samsvarar 4% raunvöxtum og hafa ekki verið hærri frá 2016. Vextir eru þó ekki einungis sögulega háir hér – vextir evrópska Seðlabankans eru 3,5% eftir að hafa verið lengst af um og undir núlli frá fjármálakreppunni, í Bandaríkjunum standa þeir nálægt hæsta gildi frá 2006 í 4,75%, jafnháir og í Bretlandi þar sem verðbólga mælist nú einungis 1,7%.

Hátt vaxtastig á Íslandi varð hins vegar ekki til í tómarúmi þótt það megi oft ráða af umræðunni. Í því samhengi þarf að horfa til

...