Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og Heiðar Guðjónsson fjárfestir eru á einu máli um að endurskoða þurfi orkulöggjöfina, en þeir eru gestir Dagmála í dag.
Hörður telur óhjákvæmilegt að hafa einhverja langtímasýn sem feli í sér forgangsröðun á því hvaða nýtingarkostum er hleypt áfram. Mikilvægt sé þó að stjórnvöld komi nýjum kostum í nýtingarferli strax í upphafi kjörtímabils.
„Núna, eftir kosningarnar, þarf í fyrsta lagi að stíga inn og annaðhvort setja lög eða setja nýja kosti í nýtingarflokk, strax á fyrsta þingi, sem taka þá við af þeim kostum sem við erum með núna, bæði okkar kosti og annarra kosti, og síðan að nota kjörtímabilið til þess að endurskoða fyrirkomulagið,“ segir Hörður.
Að koma nýjum kostum í nýtingu þoli ekki bið eftir endurskoðun fyrirkomulagsins.
...