Efnahagsmál
Björn Knútsson
Viðskiptastjóri hjá Kviku eignastýringu hf.
Peningar skipta talsverðu máli í samfélagi okkar, enda eru flestir háðir reglulegri innkomu þeirra og hver einasti dagur hefur sinn verðmiða. Umhverfið hvetur okkur til að reyna að mynda sparnað og sumum hefur auðnast að eignast umtalsverða fjármuni sem þarf að ávaxta og vernda. Rétt meðhöndlun fjármunanna getur breytt lífi fólks til góðs og tryggt áhyggjulaust ævikvöld en röng meðhöndlun getur framkallað vanlíðan og áhyggjur. Í sumum tilfellum fara talsverðir fjármunir á milli kynslóða í gegnum erfðir og finnur fólk því til ábyrgðar þegar kemur að meðhöndlun þeirra. Afdrif fjármuna geta þannig verið einn af mikilvægustu þáttum í lífi fólks og haft mikil áhrif á velsæld og hamingju.
...