Sæstrengir í Eystrasalti rofnir og grunur um skemmdarverk

Tveir sæstrengir í Eystrasaltinu rofnuðu með stuttu millibili á sunnudag. Annar liggur á milli Finnlands og Þýskalands og hinn á milli Svíþjóðar og Litáens. Þetta tjón hefði ekki getað orðið án utanaðkomandi tilverknaðar og er talið er víst að um skemmdarverk sé að ræða.

Boris Pistorius varnarmálaráðherra Þýskalands sagði að enginn tryði því að strengirnir hefðu verið rofnir í ógáti. Sagði hann að gera yrði ráð fyrir því að um blandaðan eða fjölþættan hernað væri að ræða, þótt ekki væri hægt að sanna fyrir víst hver væri að baki.

Ruben Brekelmans varnarmálaráðherra Hollands kvaðst heldur ekki vita við hvern væri að sakast, en bætti við: „Við sjáum vaxandi athafnasemi Rússa, sérstaklega í okkar lögsögu, sem snýst um njósnir og jafnvel skemmdarverk á nauðsynlegum innviðum okkar.“

...