Neytendur hafa orðið varir við minna úrval af eggjum í verslunum að undanförnu. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu mála, sér í lagi í kjölfar brunans hjá Nesbúi um síðustu helgi þar sem sex þúsund hænsnfuglar drápust
Egg Kælirinn í Hagkaupum við Eiðistorg á Seltjarnarnesi, sem geymir öllu jafna nokkrar tegundir af eggjum, var tómur síðdegis í gær.
Egg Kælirinn í Hagkaupum við Eiðistorg á Seltjarnarnesi, sem geymir öllu jafna nokkrar tegundir af eggjum, var tómur síðdegis í gær. — Morgunblaðið/hdm

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Neytendur hafa orðið varir við minna úrval af eggjum í verslunum að undanförnu. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu mála, sér í lagi í kjölfar brunans hjá Nesbúi um síðustu helgi þar sem sex þúsund hænsnfuglar drápust. Forsvarsmenn stærstu matvöruverslana segja þó að óþarfi sé fyrir neytendur að hafa áhyggjur af ástandinu nú þegar margir eru farnir að huga að jólabakstrinum.

„Krónan hefur fundið fyrir eggjaskorti síðustu mánuði en verslanir okkar hafa lent í því að pantanir séu ekki afgreiddar að fullu

...