„Nú verð ég hlekkjaður við sviðið til jóla,“ segir grínistinn Sóli Hólm sem frumsýnir í kvöld nýja uppistandssýningu í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta er þriðja árið í röð sem Sóli treður upp í Bæjarbíói í aðdraganda jóla
Viðtal
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Nú verð ég hlekkjaður við sviðið til jóla,“ segir grínistinn Sóli Hólm sem frumsýnir í kvöld nýja uppistandssýningu í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Þetta er þriðja árið í röð sem Sóli treður upp í Bæjarbíói í aðdraganda jóla. Sýningin kallast Jóli Hólm eins og fyrr en prógrammið er allt nýtt. Þegar Morgunblaðið ræddi við grínistann í vikunni var hann á fullu við undirbúning og gat ekki neitað því að spennan væri smám saman að magnast. „Það er þessi venjulegi fiðringur, frumsýningarvikufiðringur. Ef ég fengi hann ekki þá væri ég sennilega að missa það,“ segir Sóli.
Óhætt er að segja að sýningar Sóla hafi notið mikilla vinsælda. Fyrsta árið urðu þær
...