Inga Sæland, Flokki fólksins, talaði mest allra þingmanna á 155. löggjafarþinginu sem frestað var á mánudaginn. Hún er því ræðudrottning þingsins. Inga hefur ekki áður hampað þessum titli. Þetta var óvenjustutt þing, stóð frá 10
Þakklæti Guðmundur Ingi Kristinsson færir Birgi þingforseta blómvönd.
Þakklæti Guðmundur Ingi Kristinsson færir Birgi þingforseta blómvönd. — Ljósmynd/Alþingi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Inga Sæland, Flokki fólksins, talaði mest allra þingmanna á 155. löggjafarþinginu sem frestað var á mánudaginn. Hún er því ræðudrottning þingsins. Inga hefur ekki áður hampað þessum titli.

Þetta var óvenjustutt þing, stóð frá 10. september til 18. nóvember, eða í 70 daga. Kosningar verða sem kunnugt er hinn 30. nóvember.

Inga Sæland flutti 52 ræður og athugasemdir (andsvör) og talaði samtals í 363 mínútur, eða í rúmar sex klukkustundir.

Næst komu Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra 89/242, Guðmundur Ingi Kristinsson 28/195, Andrés Ingi Jónsson 42/170, Eyjólfur Ármannsson 57/154, Njáll Trausti Friðbertsson 35/139, Steinunn Þóra Árnadóttir 45/125 og Willum

...