Inga Sæland, Flokki fólksins, talaði mest allra þingmanna á 155. löggjafarþinginu sem frestað var á mánudaginn. Hún er því ræðudrottning þingsins. Inga hefur ekki áður hampað þessum titli. Þetta var óvenjustutt þing, stóð frá 10
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Inga Sæland, Flokki fólksins, talaði mest allra þingmanna á 155. löggjafarþinginu sem frestað var á mánudaginn. Hún er því ræðudrottning þingsins. Inga hefur ekki áður hampað þessum titli.
Þetta var óvenjustutt þing, stóð frá 10. september til 18. nóvember, eða í 70 daga. Kosningar verða sem kunnugt er hinn 30. nóvember.
Inga Sæland flutti 52 ræður og athugasemdir (andsvör) og talaði samtals í 363 mínútur, eða í rúmar sex klukkustundir.
Næst komu Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra 89/242, Guðmundur Ingi Kristinsson 28/195, Andrés Ingi Jónsson 42/170, Eyjólfur Ármannsson 57/154, Njáll Trausti Friðbertsson 35/139, Steinunn Þóra Árnadóttir 45/125 og Willum
...