Núverandi meirihluti í borgarstjórn sýnir algjört getuleysi í úthlutun lóða undir íbúðarhúsnæði.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur sýnt algjört getuleysi í úthlutun lóða undir íbúðarhúsnæði. Annar bragur var á borgarmálum, ekki síst í skipulagningu nýrra hverfa, þegar Davíð Oddsson gegndi starfi borgarstjóra.
Kröftug uppbygging
Á þeim tíma, eða allt frá 1982, var hafin kröftug uppbygging lóða undir íbúðar- og verslunarhúsnæði í Grafarvogshverfunum. Allir sem óskuðu eftir úthlutun lóðar fyrir íbúðar- eða verslunarhúsnæði og uppfylltu skilyrði til þess gátu fengið úthlutaða lóð. Mikið framboð var á lóðum undir sérbýli af ýmsum gerðum og hefur ekki verið meira síðan. Nú er staðan allt önnur.
Getu- og aðgerðaleysi
Getu- og aðgerðaleysi varðandi úthlutun lóða undir íbúðarhúsnæði af ýmsum tegundum hefur
...