„Við erum bara búin að vera mjög upptekin, þetta hefur verið ótrúlega skrýtin rússíbanareið síðustu mánuði. Alveg skelfilega skrýtið,“ segir Svava Johansen eigandi NTC hf. Fyrir tæpum sex mánuðum braust eldur út í þaki Kringlunnar en þar …
Áfall Svava hefur verið í verslunarrekstri frá því hún var sautján ára og segist hún aldrei hafa lent í öðru eins.
Áfall Svava hefur verið í verslunarrekstri frá því hún var sautján ára og segist hún aldrei hafa lent í öðru eins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

„Við erum bara búin að vera mjög upptekin, þetta hefur verið ótrúlega skrýtin rússíbanareið síðustu mánuði. Alveg skelfilega skrýtið,“ segir Svava Johansen eigandi NTC hf. Fyrir tæpum sex mánuðum braust eldur út í þaki Kringlunnar en þar rak NTC fjórar verslanir; Galleri Sautján, GS Skó, Kultur og Kultur Menn. Þessar verslanir hafa verið lokaðar síðan en verða opnaðar aftur í dag. Verslanirnar ná yfir 1.000 fermetra.

„Þetta hefur náttúrlega tekið rosalega langan tíma og verið skrýtið ferli fyrir okkur og starfsfólkið. Það var auðvitað mjög sérstakt að sjá fjórar verslanir fara á sama tíma svo það er svo sætur sigur núna að

...