„Hvergi er betra að búa en einmitt hér. Hverfið á sér líka merka sögu og henni var mikilvægt að halda til haga,“ segir Hilmar Hjartarson íbúi í Ásbúð í Garðabæ. Nú fyrr í vikunni var á opnu svæði í Búðahverfi í Garðabæ afhjúpað…
Garðbæingar Við athöfnina sl. þriðjudag og hér stendur fólk sem tengist finnsku húsunum við steininn úr Eyjum. Hilmar Hjartarson er t.v., næst skildinum.
Garðbæingar Við athöfnina sl. þriðjudag og hér stendur fólk sem tengist finnsku húsunum við steininn úr Eyjum. Hilmar Hjartarson er t.v., næst skildinum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Hvergi er betra að búa en einmitt hér. Hverfið á sér líka merka sögu og henni var mikilvægt að halda til haga,“ segir Hilmar Hjartarson íbúi í Ásbúð í Garðabæ. Nú fyrr í vikunni var á opnu svæði í Búðahverfi í Garðabæ afhjúpað endurnýjað minnismerki um uppruna finnsku húsanna svonefndu sem eru þarna. Líkt og í fleiri byggðum á höfuðborgarsvæðinu voru eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973 reist í Garðbæ allmörg einingahús, ætluð Eyjafólki á hrakhólum.

Eyjafólk í helmingi húsa

Norðurlandaþjóðirnar studdu vel við Íslendinga í Eyjagosinu og í Garðabæ, við göturnar Ásbúð og Holtsbúð, voru reist 35 hús frá Finnlandi. Eitt þeirra – hús með innbúi og öllu sem þurfti – var gjöf Finna til Íslendinga. Hin voru keypt af Viðlagasjóði

...