„Hvergi er betra að búa en einmitt hér. Hverfið á sér líka merka sögu og henni var mikilvægt að halda til haga,“ segir Hilmar Hjartarson íbúi í Ásbúð í Garðabæ. Nú fyrr í vikunni var á opnu svæði í Búðahverfi í Garðabæ afhjúpað…
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hvergi er betra að búa en einmitt hér. Hverfið á sér líka merka sögu og henni var mikilvægt að halda til haga,“ segir Hilmar Hjartarson íbúi í Ásbúð í Garðabæ. Nú fyrr í vikunni var á opnu svæði í Búðahverfi í Garðabæ afhjúpað endurnýjað minnismerki um uppruna finnsku húsanna svonefndu sem eru þarna. Líkt og í fleiri byggðum á höfuðborgarsvæðinu voru eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973 reist í Garðbæ allmörg einingahús, ætluð Eyjafólki á hrakhólum.
Eyjafólk í helmingi húsa
Norðurlandaþjóðirnar studdu vel við Íslendinga í Eyjagosinu og í Garðabæ, við göturnar Ásbúð og Holtsbúð, voru reist 35 hús frá Finnlandi. Eitt þeirra – hús með innbúi og öllu sem þurfti – var gjöf Finna til Íslendinga. Hin voru keypt af Viðlagasjóði
...